Karfan þín(0)

Inngangur að stjórnmálafræði: íslenska stjórnkerfið (STJ101G)

með Helgu Margréti Höskuldsdóttur
Verð 13.000 kr.
Mundu að kynna þér afsláttar- og greiðslukjörin okkar áður en þú skráir þig til leiks!

Þetta námskeið tilheyrir eftirfarandi hópum:

Innifalið í námskeiðinu:

  • Aðgangur að kennslu á fyrirlestrarformi þar sem veitt er fagleg og skipulögð samantekt á öllum aðalatriðum til prófs.
  • Aðgangur að facebook kennsluhóp þar sem öllum umræðum og spurningum tengdar námsefninu er svarað alveg fram að prófi.
  • Aðgangur að glósum, verkefnum og prófgögnum inn á facebook kennsluhóp þegar slíkt á við.
  • Möguleiki á allt að 100% endurgreiðslu frá stéttarfélagi gegn framvísun löggilds sölureiknings frá Nóbel námsbúðum ehf.

Kennsla námskeiðsins fer fram á eftirfarandi tímum, en staðsetning verður tilkynnt inn á facebook kennsluhóp einum degi fyrir kennslu:

Dagsetning: Lota: Frá: Til:
11. desember 2018
1 af 2
16:00
21:00
12. desember 2018
2 af 2
16:00
21:00


Frábært námskeið, ég kem pottþétt aftur!
–SÓLRÚN EINARSDÓTTIR

Nóbel er ástæðan fyrir því að ég mun ná
þessum áfanga! Takk fyrir frábæra kennslu :)
–SARA LIND KRISTJÁNSDÓTTIR

Mér finnst frábært að það sé hægt að draga saman helstu atriði ársins á aðeins tveimur dögum og það var gert á skipulagðan hátt sem hjálpaði mér mjög mikið fyrir prófin. Ég mæli hiklaust með Nóbel fyrir alla :)
–SÓLLILJA GUÐMUNDSDÓTTIR

Sjá fleiri umsagnir frá nemendum okkar hér.
Sjá fleiri myndir frá námskeiðunum okkar hér.

Kennslustjóri námskeiðsins:

Í ráðningarferlinu hjá Nóbel er aðeins leitað að kennslustjórum sem hafa frábæra þekkingu á námsefninu og eru jafnframt góðir í mannlegum samskiptum til að miðla þeirri þekkingu áfram til nemenda. Kennslustjórar hjá Nóbel fá líka vandaða starfsþjálfun áður en kennsla hefst, svo sem:

  • Námskeið í framkomu- og kennslutækni frá JCI Ísland.
  • Þjálfun í kennsluaðferðum og -undirbúningi frá eldra starfsfólki.
  • Ítarlegar lýsingar á verkþáttum, ábyrgðarsviðum og markmiðum í handbók kennslustjóra.

Allir kennslustjórar hjá Nóbel hafa sjálfir tekið próf í því efni sem þeir kenna og þekkja þess vegna áherslur og aðalatriði mjög vel og vita hvernig best er að undirbúa sig fyrir prófið.

Hér fyrir neðan eru ítarlegri upplýsingar um kennslustjóra þessa námskeiðs og nánari lýsing á námskeiðinu sjálfu:

Helga Margrét Höskuldsdóttir

Helga Margrét er nemi í stjórnmálafræði á 2.ári og lauk öllum áföngum fyrsta árs með ágætis einkunn. Hún var dúx Fjölbrautaskólans í Garðabæ þegar hún útskrifaðist auk þess að fá viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í ýmsum greinum. Þá var hún í Gettu betur liði skólans í tvö ár og einn þjálfara liðsins þegar það sigraði keppnina í fyrsta skipti í sögu skólans nú í vor.

Nánari lýsing á námskeiðinu:

Inngangur að stjórnmálafræði: Íslenska stjórnkerfið fjallar í víðu samhengi um helstu viðfangsefni stjórnmálafræðinnar eins og vald, lýðræði, ríkið og stjórnmálastefnur. Í námskeiðinu verður farið yfir allt efni áfangans eftir vikum og áhersla lögð á það mikilvægasta til að efla skilning á hugtökum og tengslum sérstaklega við íslenska stjórnkerfið, efni þess 12 vikna í námskeiðinu eru eftirfarandi og verður skipt niður á tvo daga: Stjórnmálafræði og viðfangsefni hennar-Ríki vald og lýðræði-Stjórnskipun og skipting valds- Ríkisstjórnir- Þing - Opinber stjórnsýsla - Opinber stefnumótun – Sveitastjórnir - Pólitísk siðmenning - Þátttaka í stjórnmálum – Stjórnmálaflokkar - Kjósendur og kosningar. Nemendur geta komið með óskir og ábendingar inn á Facebook kennsluhóp námskeiðsins og þar verða gögn og aðstoð veitt eftir þörfum. Upplýsingar um aðgang að facebook kennsluhópnum verða sendar til nemanda með tölvupósti að skráningu lokinni. Gætið því sérstaklega að því að netfang nemanda sé rétt slegið inn.

Upplýsingar um aðgang að facebook kennsluhópnum verða sendar til nemanda með tölvupósti að skráningu lokinni. Gætið því sérstaklega að því að netfang nemanda sé rétt slegið inn.

Gangi þér sem allra best og við hlökkum til að sjá þig!Sjá fleiri myndir frá Nóbel námsbúðum inn á Instagram:
Instagram

Þetta námskeið tilheyrir eftirfarandi hópum:

Skrifa ummæli:

Við tökum við eftirfarandi kortum:

We Accept Visa We Accept Discover We Accept American Express We Accept Mastercard