Karfan þín(0)

Hér fyrir neðan eru nokkrar algengar spurningar sem við reynum að svara eftir bestu getu. Ef eitthvað er ennþá óljóst, ekki hika við að hafa samband hér til hliðar eða með því að senda fyrirspurn á nobel@nobel.is.

Hvernig skrái ég mig?

Að skrá sig á námskeið hjá Nóbel er mjög einfalt:

1. Finndu námskeið sem þér hentar, annað hvort með leitinni eða með því að skoða öll námskeið. Ekki gleyma að kynna þér fyrst afsláttar- og greiðslukjör sem standa til boða.

2. Settu þau námskeið sem þú vilt kaupa í körfuna þína með því að smella á takkann "Setja í körfu".

3. Opnaðu körfuna þína, fylltu út upplýsingar um skráningu, gættu að því að rétt námskeið hafa verið valin og smelltu að því loknu á "Greiða".

4. Sláðu næst inn netfang nemanda, en á þetta netfang verða sendar nauðsynlegar upplýsingar um skráningu ásamt rafrænum reikningi fyrir kaupunum. Fylltu næst út frekari upplýsingar um greiðanda og smelltu á takkann "Næsta skref".

5. Hér þarf að velja á milli þess að greiða með kreditkorti eða debetkorti annars vegar eða fá greiðsluseðil sendan heim og greiða hann eftir prófin gegn vægu gjaldi, sbr. afsláttar- og greiðslukjör Nóbel námsbúða. Smelltu næst á takkann "Klára pöntun".

6. Ef þú valdir að greiða með korti opnast næst greiðslusíða Valitor, en þar er hægt að velja á milli þess að greiða með kreditkorti eða debetkorti, en debetkort þarf fyrst að skrá hjá Veskinu. Í lokin er smellt á takkann "Greiða".

7. Skömmu eftir að greiðsla hefur borist fær nemandi sendan staðfestingartölvupóst með vefslóð að facebook síðu sinna námskeiða. Inn á þeirri síðu eiga sér stað öll samskipti við kennslustjóra og aðra nemendur og þar verða einnig birtar tilkynningar um staðsetningu námskeiðanna.


Hvar eru námskeiðin haldin?

Þar sem heildar skráning á námskeiðin okkar liggur ekki endanlega fyrir fyrr en rétt áður en að kennsla hefst, þá er staðsetning oftast ekki ákveðin fyrr en daginn áður. Tilkynnt er um staðsetningu á facebook grúppu námskeiðsins og eru nemendur hvattir til að fylgjast vel með þeim grúppum daginn fyrir kennslu.

Nóbel námsbúðir gera leigusamning við fjölmarga aðila út um allt land um leigu á stofum í öllum stærðum og gerðum. Okkur hefur þó ekki verið leyft að leigja stofur við alla skóla og því þarf að halda sum námskeið annars staðar en í skólum nemenda okkar. Við reynum hins vegar að beita öllum brögðum til að halda því til streytu en það er algjörlega háð ákvörðunum skólayfirvalda hvort að það sé hægt eða ekki. Ef það gengur ekki gerum við þó alltaf okkar besta til að halda námskeiðin eins nálægt skólunum og hægt er.


Get ég mætt bara annan daginn?

Við mælum eindregið með því að nemendur mæti báða dagana, enda eru námskeiðin oftast byggð þannig upp að yfirferðin tekur mið af þeirri kennslu sem á sér stað báða dagana. Þetta á einnig við um þau námskeið sem kennd eru á fleiri en tveimur dögum.

Þeir sem þó geta aðeins mætt annan daginn af óviðráðanlegum ástæðum, fá þó engu að síður aðgang að öllu kennsluefni sem kennarinn gefur út á facebook síðu námskeiðsins og getur þar að auki spurt kennarann út í allt efni námskeiðsins alveg fram að prófi.

Ekki er veittur afsláttur á námskeið fyrir þá sem komast aðeins annan daginn.


Get ég fengið reikning?

Já. Allir nemendur okkar fá sendan rafrænan reikning frá Nóbel námsbúðum ehf. á netfangið sitt.


Hvernig virka afslættirnir?

Nóbel býður þeim nemendum sem skrá sig á tvö eða fleiri námskeið og greiða fyrir þau á sama tíma upp á 3.500 til 10.500 kr. afslátt. Allt um afsláttarkjörin okkar má sjá hér: Afsláttar- og greiðslukjör Nóbel námsbúða.


Get ég borgað með peningum á staðnum?

Kennslustjórum Nóbel námsbúða er ekki heimilt að taka við reiðufé í upphafi kennslu. Allar skráningar þurfa að fara fram í skráningarkerfi Nóbel námsbúða á heimasíðunni okkar, www.nobel.is. Þess ber þó að geta að þar er hægt að greiða með bæði kreditkortum og debetkortum og jafnframt er hægt að fá greiðsluseðil sendan heim gegn vægu gjaldi, sbr. afsláttar- og greiðslukjör Nóbel námsbúða.


Þarf maður að eiga facebook prófíl til að fara á námskeið?

Já. Öll samskipti nemenda og kennslustjóra fara fram inn á facebook síðu viðkomandi námskeiða. Inn á þessum síðum er tilkynnt um staðsetningu námskeiðanna og þar fá einnig nemendur aðgang að öllum kennslugögnum og öðrum tilkynningum. Þar að auki geta nemendur lagt fram spurningar úr efni námskeiðsins og fengið svör við þeim alveg fram að prófi.

Þeir sem eiga ekki facebook prófíl og kæra sig ekki um að vera hluti af þeim samfélagsmiðli, geta þó búið til prófíl sem er eingöngu notaður fyrir þetta námskeið. Við gerum auðvitað ekki kröfu um það að okkar nemendur gerist virkir þátttakendur á facebook, en til að fullnýta okkar námskeið er mælst til þess að hafa einhverskonar aðgang að facebook.
Við tökum við eftirfarandi kortum:

We Accept Visa We Accept Discover We Accept American Express We Accept Mastercard