Karfan þín(0)

Stæ10

Nóbel námsbúðir kynna í fyrsta skipti: Stærðfræðidag Nóbel námsbúða fyrir 10.bekk! Stærðfræðidagurinn eru námsbúðir ætlaðar 10. bekk í grunnskóla og fer hann fram laugardaginn 9. maí frá klukkan 10:00-18:00. Um er að ræða heilan dag sérstaklega tileinkaðan stærðfræði. Á námskeiðinu verður farið yfir námsefnið í stærðfræði í 10.bekk með mikla áheyrslu á algebru, hornafræði, jöfnur og fleira. Markmiðið er að nemendur hafi góðan grunn fyrir lokapróf í stærðfræði í vor og séu vel undirbúin undir menntaskóla. Kennslustjóri námskeiðsins er einn allra besti kennslustjóri Nóbel námsbúða síðustu árin. Hann heitir Óttar Guðmundsson og er nemandi í Hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Íslands. Óttar hefur mikla reynslu af kennslu og hefur kennt stærðfræði á framhaldsskólastigi fyrir Nóbel ásamt því að hann starfar sem dæmatímakennari í Tölvugrafík við Háskóla Íslands. Stærðfræðidagur Nóbel námsbúða er þáttur í samfélagslegu hlutverki Nóbel, sem er að aðstoða nemendur í námi. Þess vegna viljum við bjóða öllum 10. bekkingum að mæta á stærðfræðidaginn þeim að kostnaðarlausu!

 

Við tökum við eftirfarandi kortum:

We Accept Visa We Accept Discover We Accept American Express We Accept Mastercard