Karfan þín(0)

Nóbel færir út kvíarnar

Frá 7. október 2012:

Nóbel námsbúðir hafa nú heldur betur stækkað við sig og eru vel undirbúin fyrir næstkomandi haustpróf. Á vorönn 2012 voru 22 kennslustjórar og höfum við nú þrefaldað þann fjölda. Einnig höfum við bætt við Menntaskólanum á Akureyri. Ferlið við að finna réttu kennslustjórana hefur tekið langan tíma og lokaútkoman er frábær. Við erum mjög stolt af starfsliði okkar og teljum við okkur hafa fundið allra bestu einstaklinga sem völ er á til að kenna þau námskeið sem við bjóðum upp á í haust.

Ljóst er að áhugi á námskeiðum okkar er mikill og fer vaxandi. Við reynum að sjálfsögðu að mæta þeirri eftirspurn og bjóða þjónustu okkar í sem flestum skólum. Mun fleiri námskeið eru í boði en áður og má þá sérstaklega nefna að við Háskóla Íslands bjóðum við nú upp á námskeið í fimm deildum og við Háskólanum í Reykjavík geta nemendur allra fjögurra deilda nýtt sér námskeið hjá Nóbel.

Brottfall nemenda úr skólum er mikið vandamál á Íslandi (og fer því miður vaxandi) og viljum við að hver einasti íslenski námsmaður á framhalds- og háskólastigi viti að við getum hjálpað. Til þess að ná þessu markmiði ætlum við að auka framboð af námskeiðum, fjölga skólum sem við kennum við og halda áfram að ráða til okkar besta starfsfólk sem völ er á.

Við tökum við eftirfarandi kortum:

We Accept Visa We Accept Discover We Accept American Express We Accept Mastercard