Karfan þín(0)

Umsagnirnar hér fyrir neðan er ein af ástæðunum fyrir því að við elskum það sem við gerum :)

Það að standa fyrir framan skólasystkini sín og fylgjast með því hvernig skilningur þeirra og sjálfstraust eykst er besta tilfinning í heimi. Það að fá send þakkarbréf og kveðjur í framhaldinu frá bæði foreldrum og nemendum okkar er ómetanlegt.

Við ákváðum því að deila nokkrum þeirra með ykkur hér fyrir neðan.

Kveðja,
starfsfólk Nóbel námsbúða.

Nóbel námsbúðir hjálpuðu mér að fá betri og dýpri skilning á námsefninu með skemmtilegu og vel skipulögðu námskeiði. Ég mæli með þessu fyrir alla og mun gera það við alla mína félaga og vini sem hafa ekki fengið að það tækifæri að kynnast Nóbel.
–Valdimar Indriðason

Hefði ég ekki farið á þetta námskeið þá hefði ég líklega ekki náð prófinu. Ég skildi ekki um hvað námsefnið snérist fyrr en eftir námskeiðið hjá ykkur. Þetta var prófið sem ég var mest stressuð fyrir en gekk lang best í því, þökk sé Nóbel námskeiðinu og þessu frábæru fólki sem vinnur hjá ykkur :) Nóbel er algjör snilld og ég mun hiklaust mæla með þessu námskeiðum við alla! :)
–Ragnheiður Braga Geirsdóttir

Nóbel er ástæðan fyrir því að ég mun ná þessum áfanga! Ótrúlegt að það sé hægt að kenna manni meira á 10 tímum en maður hefur lært á öllum vetrinum :) Takk fyrir frábæra kennslu!
–Sara Lind Kristjánsdóttir

Takk kærlega fyrir mig. Án Nóbel námskeiðsins efast ég um að ég hefði gengið brosandi út af prófinu eins og ég gerði. Þetta hjálpaði mér gríðarlega mikið og mun ég sannarlega mæla með þessu fyrir aðra nemendur. TAKK! :)
–Sólveig Sveinsdóttir

Þetta er mesta snilld sem ég veit um og hvet ég alla þá sem þurfa aðstoð fyrir próf að nýta sér Nóbel námsbúðirnar. Þetta hjálpaði mér ekkert smá mikið og bjargaði mér alveg á lokasprettinum. Kennslan alveg til fyrirmyndar og tímarnir skemmtilegir. Nóbel námsbúðirnar fá klárlega 5 af 5 stjörnum frá mér.
–Klara Ingvarsdóttir

Það er Nóbel námsbúðum að þakka að ég skil námsefnið mikið betur og hef meiri áhuga á náminu. Takk kærlega! :)
–Valdís Ósk Magnúsdóttir

Hefði ekki getað varið tíma mínum betur en hjá Nóbel námsbúðum, frábært námskeið sem stóðst allar væntingar og kom námsefninu vel til skila. Takk fyrir mig ;)
–Þórdís Helgadóttir

Mér finnst frábært að það sé hægt að draga saman helstu atriði ársins á aðeins tveimur dögum og það var gert á skipulagðan og góðan hátt sem hjálpaði mér mikið að koma mér inn í prófalesturinn. Þarna sá ég betur hvað ég þurfti að leggja meiri áherslu á fyrir prófið og það tímanlega. Ég mæli hiklaust með Nóbel námsbúðum.
–Sóllilja Guðmundsdóttir

Var mjög ánægð með námskeiðið, frábært að borga hagstætt verð fyrir svona gott námskeið.
–Ásthildur Helga Jónsdóttir

Ég get þakkað Nóbel námskeiðinu fyrir frábæran árangur! Án ykkar dreg ég það í efa að hefði staðið mig eins vel og ég gerði. Takk fyrir mig :)
–Linda Björk Rögnvaldsdóttir

Nóbel námsbúðir hjálpuðu mér að vera ekki hrædd við eðlisfræðina. Ég þorði að byrja á dæmunum og námsbúðirnar gáfu mér það "push" sem ég þurfti :)
–Hildur María Hólmarsdóttir

Sá peningur sem fór í þetta námskeið var besta fjárfesting í mörg ár. Ég var mjög kvíðin fyrir prófinu því ég var bara alls ekki að ná þessu en hún kennslustjórinn útskýrði efnið á mannamáli og ég rúllaði upp prófinu sem ég hélt að ég myndi alls ekki ná. Takk fyrir mig :D
–Inga Jara Jónsdóttir

Eftir að hafa átt í vandræðum með skilning á námsefninu megnið af önninni tók ég þá ákvörðun að fara í Nóbel námsbúðirnar og það umbreytti skilningnum hjá mér og gerði það að verkum að ég fór með öryggis tilfinningu í prófið. Takk kærlega fyrir mig.
–Eyrún Ösp Ingólfsdóttir

Ég hefði ekki komist í gegnum prófið án þess að fara í þessar námsbúðir.
–Íris Lóa Eskin

Frábært námskeið sem hjálpaði mér ótrúlega mikið. Mjög gagnlegt og þægilegt að fara yfir allt efnið með eldri nemanda sem skýrir efnið betur fyrir manni. Ég var mjög vel undirbúin fyrir lokaprófið og eiga Nóbel námsbúðir þakkir fyrir það :)
–Erna Gunnarsdóttir

Þetta námskeið hjálpaði mér gríðarlega, og jók skilning minn á efninu. Kennslan var skýr og góð, og veitti góða yfirsýn yfir námsefnið. Þetta var frábær undirbúningur fyrir prófið (sem mér gekk vel í) og ég er viss um að hefði ég ekki sótt námskeiðið hefði einkunnin mín verið mun lægri.
–Victor Karl Magnússon

Kennslustjórinn minn var FRÁBÆR. Get ekki hrósað honum nóg. Hann kann efnið auðvitað upp á 150% og náði að koma því frábærlega vel frá sér. Frábært að fá aðstoð á jafningjagrundvelli!
–Berglind Hermannsdóttir

Frábært framtak! Námskeiðið hjálpaði mér mikið fyrir lokaprófið mitt í stærðfræði og ég lærði að auki að skipuleggja mig betur fyrir prófin.
–Eydís Evensen

Hefði ég ekki farið, hefði ég aldrei náð stærðfræðinni með 7 í lokaeinkunn! Skildi nánast allt og skildi meira á námskeiðinu en ég hafði gert alla önnina! Endalaust takk!
–Theodóra Róbertsdóttir

Ég fékk frábæran kennslustjóra þegar ég sótti stærðfræðinámskeið hjá Nóbel, hann fór yfir allt efnið mjög vel. Hann passaði alltaf uppá að útskýra betur það sem maður skildi ekki og því náði ég tökum á öllum þeim hlutum sem höfðu vafist fyrir mér. Mér fannst tímarnir hjálpa mér mjög mikið, en ég fékk einkunn sem mér datt aldrei í hug að geta náð. Því er ég mjög ánægð með að hafa farið á námsskeið hjá Nóbel námsbúðum!
–Sandra Ósk Sigurðardóttir

Frábært námskeið í alla staði. Ég var búin að vaða í þoku og leiðindum alla önnina eða það kviknaði fullt af ljósum á námskeiðinu hjá ykkur ;) Takk fyrir mig.
–Íris W.

Ég náði prófinu!
–Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir

Báðir kennslustjórarnir sem kenndu mér voru vel undirbúnir, bjuggu yfir mikilli þekkingu á námsefninu, báru sig vel í framkomu og fóru vel yfir þau atriði sem skiptu máli. Þið fáið toppeinkunn frá mér!
–Grímur Birgisson

Þau hjá Nóbel námsbúðum hjálpuðu mér mikið og var þetta mjög góður undirbúningur fyrir próf. Ekki eitthvað sem ég sé eftir :)
–Stefanía Rut Reynisdóttir

Var þess ánægju aðnjótandi að taka námskeið á vegum Nóbel námsbúða, og stóðst það alveg væntingarnar sem ég gerði til þess. Eftir námskeiðið sem var yfir helgina var áfanginn skýrari fyrir mér, glósurnar reyndust vel og kennslustjórinn náði vel til nemendanna. Auk þess sýndi hann á mun auðveldari hátt hvernig hægt væri að fá botn í dæmin sem fram voru sett, og var til staðar sólahringi fyrir prófið að svara spurningum okkar nemendanna. Takk kærlega fyrir mig!
–Heiður Karítas Andersdóttir

Ótrúlega gott framtak! Ég var mjög ánægð með námskeiðið og mæli hiklaust með því.
–Aníta Auðunsdóttir

Mér fannst sérstaklega gott að jafnaldri minn sá um kennsluna.
–Andrea Röfn Jónasdóttir

Var mest ánægður með útskýringar, myndir og áhuga kennslustjórans sjálfs á efninu. Takk fyrir mig, þið björguðu prófalestrinum hjá mér.
–Hólmgeir Reynisson

Frábært námskeið sem nýttist mér mjög vel!
–Lilja Sigríður Jónsdóttir

Frábært námskeið, ég kem pottþétt aftur!
–Sólrún Einarsdóttir

Nóbel námsbúðir eru frábærar fyrir fólk sem vill bæta einkunnirnar sínar og fá aukinn áhuga á námsefninu.
–Sveinborg Katla Daníelsdóttir

Ég kem klárlega aftur!
–Kolbrún Jóna Pétursdóttir

Ég var virkilega ánægð með alla þætti námsins, kennslustjórinn var æði og vona ég að hún eigi eftir að kenna mér aftur. Fyrsti skilningur námsefnisins kom þegar ég var á námskeiðinu. Takk kærlega fyrir mig :)
–Elín Arnbjörnsdóttir

Kennslustjórinn minn var með allt sitt á tæru! Hann nálgaðist kennsluna með ró og yfirvegun á glaðlegan hátt. Hann gerði verkefnin viðráðanleg og var hress og skemmtilegur.
–Nanna Elísa Snædal Jakobsdóttir

Ég mæli eindregið með því að fara á námskeið hjá Nóbel. Námskeiðið var skipulagt, áhugavert og skemmtilegt í alla staði ef áhugi er fyrir því að skilja efnið. Ég veit ekki með aðra en ég myndi frekar skella mér á námskeið hjá Nóbel hjá bráðgáfuðu fólki heldur en að falla í áfanga.
–Sólrún Einarsdóttir

Ég var búin að vera ótrúlega léleg að læra alla önnina og var ekki að fá hærra en 5 á kaflaprófum. Eftir námskeiðið hjá ykkur leið mér eins og ég væri að fara í 10 bekkjar stærðfræði aftur, þetta var gert á svo auðveldan hátt! Það var ótrúlega þægilegt að vera í kennslu hjá kennslustjóranum mínum og það er eiginlega bara honum að þakka að ég fékk 8 í lokaeinkunn sem er snilld!
–Salvör Káradóttir

Fannst mjög gott að hafa komið til ykkar. Ég var skíthræddur um þetta próf en þegar ég kom út úr prófinu vissi ég að mér gekk vel og þið náðuð vel til mín. Svo í lokin þá endaði ég með 9 úr áfanganum og var meira en sáttur.
–Úlfar Viktorsson

Hjálpuðu mér að ná lokaprófunum, bjóst ekki við því fyrir námskeiðið en fór svo að hafa meiri von eftir þau.
–Kristinn Þórarinsson

Hnitmiðuð og flott námskeið, þar sem aðalatriðin eru dregin fram. Hjálpuðu mér að ná sem mestu úr prófunum.
–Marteinn Sindri Svavarsson

Fannst kennslustjórinn koma námsefninu frá sér á skýran hátt og útskýrði flókna þætti á mjög einfaldan hátt.
–Skúli Magnússon

Skipulagið var gott. Góðar útskýringar, og hlutir einfaldaðir til að auka skilning.
–Skúli Örn Sigurðsson

Námsefnið sem var afhent í búðunum var frábært og útskýringar kennslustjórans mjög góðar.
–Guðlaugur Skúlason

Skipulagning og upplýsingaflæði mjög gott. Snilld að nota Facebook eins og þið gerðuð! :)
–Elín Henriksen

Mjög gott námskeið hjá ykkur :) Auðveldaði mér mjög fyrir prófaundirbúninginn!
–Kristín Rut Gunnarsdóttir

Ykkar tókst að hjálpa mér mikið, kenna mér nýjar aðferðir og útskýrðuð vel :) Takk fyrir mig!
–Hrund Hákonardóttir

Snilldar námskeið, flott framtak. Vildi bara óska þess að þetta væri í boði fyrir fleiri áfanga í félagsráðgjöfinni í HÍ.
–Þórunn Kristjánsdóttir

Frábær námskeið sem hjálpa örugglega mörgum! :)
–Margrét Jóhannsdóttir

Námsefnið var búið að vefjast mikið fyrir mér, núna tók ég prófið aftur til að hækka einkunn og er bjartsýn á að það hafi tekist því mér fannst ég ná efninu mjög vel og kennslustjórinn minn fær 10 í einkunn. Ég mun ekki hika við að gefa ykkur mín allra bestu meðmæli :-)
–Svanhildur Sif Haraldsdóttir

Ég fór fyrst á Nóbel námskeið í 1. bekk í efnafræði og stærðfræði. Mér var ekki að takast að ná grunninum í efnafræðinni í skólanum en að fara á Nóbel námskeið og sjá þetta allt kennt uppi á töflu hjálpaði mér mjög mikið og ég náði loksins að skilja þetta og sá að þetta var ekki eins erfitt og það sýndist vera. Ég fékk 9 í lokaeinkunn í bæði stærðfræði og efnafræði það ár og ég þakka fyrst og fremst Nóbel námsbúðum fyrir það. Núna í ár fór ég í stærðfræði og eðlisfræði. Stærðfræðin var mjög góð upprifjun á öllu efninu og mér gekk rosalega vel að skilja allt efnið. Þið eruð flottust!!
–Selma Skúladóttir

Kennslustjórinn kom efninu frá sér á skýran hátt og námskeiðið fór fram úr mínum björtustu vonum :)
–Harpa Óskarsdóttir

Mjög fegin að ég hafi skellt mér á þetta námskeið þetta hjálpaði mér mjög mikið og ég lærði svo mikið og skildi loksins efnið sem ég er búin að reyna skilja í gegnum heila önn á heilli helgi.
–Guðrún Ósk Guðmundsdóttir

Hjálpaði mér ótrúlega mikið, ég hefði aldrei getað lært þetta og kunnað þetta á prófinu ef það væri ekki fyrir þessar námsbúðir! Mæli eindregið með þessu fyrir alla sem eru í vafa með námið sitt!
–Katrín Ósk Ásgeirsdóttir

Þökk sé kennslustjóranum, náði ég áfanganum. Þó að ég hefði kannski náð án námskeiðsins, þá fékk ég miklu dýpri skilning á námsefninu sem á eftir að koma sér vel í næstu áföngum.
–Sölvi Sveinsson

Við tökum við eftirfarandi kortum:

We Accept Visa We Accept Discover We Accept American Express We Accept Mastercard